Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag þar sem hann biðst afsökunar á orðum sem hann lék falla á meðan leik Stjörnunnar og Leiknis stóð og segist hafa verðskuldað rautt spjald.

Liðin mættust í Lengjubikarnum fyrir helgi og fékk Þórarinn Ingi beint rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks.

Segir í tilkynningunni að hann hafi látið orð falla sem hafi ekki átt heima inn á fótboltavellinum, orð sem séu honum ekki sæmandi og hafi hann átt rauða spjaldið skilið. 

Þá segist hann hafa leitað upp viðkomandi aðila eftir leik til að biðjast afsökunar í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan.