Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Þórsara í hópíþrótt.
Keflvíkingar virtust ætla að knýja fram oddaleik í upphafi leiks þegar gestirnir náðu mest níu stiga forskoti.
Þórsarar komust inn í leikinn og var leikurinn í járnum allt þar í lokaleikhlutanum.
Þá virtust Keflvíkingar missa hausinn í sóknarleiknum en á sama tíma voru Þórsarar að hitta úr stórum skotum trekk í trekk.