Þýska landsliðið hefur sent skýr skilaboð til FIFA, stjórnvalda í Katar og heimsbyggðarinnar allar. Hingað til hefur verið tekið fyrir allan fatnað sem skartar regnbogalitum, fyrirliðum hefur verið bannað að bera regnbogalituð fyrirliðabönd því að í Katar er samkynhneigð ólögleg. Fyrir leik sinn gegn Japan í riðlakeppni HM í dag klæddust leikmenn Þýskalands æfingatreyjum með regnbogalitum á og héldu fyrir munn sinn á liðsmynd fyrir leik er þetta gert til stuðnings réttindabaráttu LGBTQ+ samfélagsins.

Það sendir skýr skilaboð út í heim um að þeir séu ekki samþykktir þeirri þöggun sem FIFA og stjórnvöld í Katar eru að stuðla að með því að banna regnbogalitaðan klæðnað og reyna með því að hylma yfir stöðuna í Katar.

Þá var greint frá því í gær að þýska knatt­spyrnu­sam­bandið ætlar sér að draga Al­þjóða­knatt­spyrnu­sam­bandið (FIFA) fyrir dóm­stóla vegna á­kvörðunar sam­bandsins að meina löndun sem keppa á heims­meistara­mótinu í Katar um að spila með regn­boga­fyrir­liða­bönd.

Í kjölfarið hefur þýska landsliðið birt yfirlýsingu á samfélagsmiðlum:

,,Við vildum nota fyrirliðabandið til þess að taka stöðu með þeim gildum sem við í þýska landsliðinu stöndum með; fjölbreytileiki og virðing. Saman með öðrum þjóðum vildum við að raddir okkar heyrðust.

Þetta snerist ekki um að koma með pólitíska yfirlýsingu. Mannréttindi eru óumsemjanleg. Þau ættu að vera sjálfsagt mál en það er eki raunin. Þess vegna voru þessi skilaboð svo mikilvæg fyrir okkur.

Að neita okkur um fyrirliðabandið er það sama og að neita okkur um rödd. Við stöndum með okkar afstöðu."

Fréttablaðið/GettyImages
Fréttablaðið/GettyImages
Fréttablaðið/GettyImages