Stjórnvöld í Þýskalandi ákváðu í gær að frá og með næsta mánudegi skyldu allir leikir í Þýskalandi skyldu fara fram fyrir luktum dyrum til að reyna að hindra frekari útbreiðslu kórónaveirunnar.

Ákvörðunin var tekin á sameiginlegum fundi Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og ríkisstjóranna í Þýskalandi.

Í aðdraganda tímabilsins var félögum heimilt að selja 20% sæta á vellinum ef heilbrigðisyfirvöld í borginni voru samþykk því að hverju sinni.

Fyrr í mánuðinum mættu 11.500 á leik Dortmund og Freiburg en það er metfjöldi á leik á þessu tímabili.

Nýju reglurnar taka gildi eftir helgi og fá því einhverjir aðdáendur að mæta um helgina. Þær ná einnig til annarra íþróttagreina.