Íslenska þjóðin fylgist með strákunum okkar á mótinu af miklum ákafa og kemur það best í ljós á Twitter þar sem allt er látið flakka.
Það besta má sjá hér að neðan.
Danski þjálfarinn lítur út eins og hann vinni á einhverri krá í Nørrebro. #handbolti
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 20, 2022
Íþróttamaður ársins 2021 er töframaður.
— Freyr Alexandersson (@freyrale) January 20, 2022
Tæknilega besti handboltamaður sem ég hef séð.
(Nota bene, horfi bara á Ísland)
Repect á drengina í dag! Ég vissi alltaf að þeir myndu gefa allt í þetta. Vantaði ekki mikið upp á að Danmörk yrði í alvöru veseni í dag. 👏🇮🇸
— Rikki G (@RikkiGje) January 20, 2022
"Ekki verja þetta, þarna danska fíflið þitt!" -mamma strikes again #emruv
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) January 20, 2022
Ef ég sé einu sinni enn einhvern pósta þessari mynd af Þórólfi með “Þórólf í markið hann lokar hvort eð er öllu” þá brenni ég símann minn #verified 🤝☑️ pic.twitter.com/j6EBNKJ0Ac
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 20, 2022
Janus Daði. Sjáið þennan gæja, mesti salt of the earth náungi sem ég hef séð. Þetta er manngerð sem hefur verið framleidd hérlendis í hundruði ára. Hefði eflaust orðið vélsmiður ef ekki handboltamaður. Aldrei vesen og kvartar aldrei, bara hress með fullkomna kjálka. pic.twitter.com/k3PvnW9Lbu
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 20, 2022
Það er góð auglýsing fyrir landsliðstreyjur Íslands að Danir séu ekki búnir að rífa þær í tætlur með öllu sínu peysutogi. #handkast #emruv2022
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) January 20, 2022
Elska þetta landslið. Þessir Selfyssingar mega byggja sinn Disneyland-miðbæ eins og þeim sýnist ef þeir halda áfram að dæla út that handball talent 🙏#emruv
— Björn Teitsson (@bjornteits) January 20, 2022
Ef þetta væri Michael Bay mynd væri verið að hóa saman öllu gamla liðinu. Þyrlur að sækja Guðjón Val og Snorra Stein. Gummi þarf sjálfur að fara á olíuborpallinn til að sækja Fúsa. Okkar færastu einskaspæjarar reyna að þefa uppi Duranona. Slow motion montage af þeim að labba inn.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) January 20, 2022
Það er geggjuð Hemma Hreiðars holning á Elliða.
— Vilhjálmur Freyr (@Vilhjalmurfreyr) January 20, 2022
Fær Forsetinn endurgreitt? Þetta er eķki alveg byrjunarliðið sem hann fór til að sjá. #handbolti
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) January 20, 2022
Taka Rúv af auglýsingamarkaði rétt yfir stórmót amk.
— Þorkell Magnússon (@thorkellmag) January 20, 2022
Vitið hvað rímar við tuborg øl?
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) January 20, 2022
Maðkað mjöl. Sem þið selduð okkur ógeðslega danska draslið ykkar @denmarkdotdk @dhf_haandbold #emruv
Hugarfarslega sjáum við flest sem við viljum sjá frá íslenska liðinu í fyrri hálfleik. Leikmenn eru einbeittir, hugrakkir, áræðnir og baráttuglaðir. Nýir leikmenn að koma inn í erfiða stöðu og eru hvergi bangnir. #haus #emruv
— Haus hugarþjálfun (@hugarthjalfun) January 20, 2022
#emruv #handbolti pic.twitter.com/TOdsT4MMop
— Andrea Brim (@DreaBrim) January 20, 2022
Þessi danski markvörður er óþolandi #emruv
— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) January 20, 2022
Ég að horfa á handboltann #emruv pic.twitter.com/0N7TzLDFNn
— Berglind Ragnars 🇵🇸 (@BerglindRagg) January 20, 2022
Þetta er pínu eins og Squid Games.
— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) January 20, 2022
Fjórir leikmenn til viðbótar detta út fyrir næsta leik.#emrúv #handbolti
Heyra þeir ekki örugglega í mér ef ég öskra nógu hátt? #emruv
— Selma Dís (@selmaa_dis) January 20, 2022