Íslenska karlalandsliðið í handbolta er með öruggt forskot gegn því suður-kóreska í lokaleik liðanna í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins.
Nú er hálfleikur og staðan 19:13 fyrir Ísland.
Eins og gefur að skilja er lifandi umræða á samfélagsmiðlum yfir leiknum. Hér að neðan má sjá brot af því besta sem fólk hafði að segja á Twitter um fyrri hálfleikinn.
6 tapaðir boltar og 5 mín eftir af fyrri gegn þessu liði er einfaldlega ekki í lagi.
— Rikki G (@RikkiGje) January 16, 2023
Áhugaverð ummæli hjá Ásgeiri Erni í HM-stofunni sem segist gera þær kröfur að leikmenn landsliðsins geti spilað 2x 60mínútur á þremur dögum. Dagur og Logi gerðu vel og komu með staðreyndir sem sanna það að þessi ummæli eru ótrúleg. Allir léttir. Einar. pic.twitter.com/VfjrrR7Xlm
— Arnar Daði (@arnardadi) January 16, 2023
110% fókus hjá okkar mönnum. Stór dagur. #hmruv pic.twitter.com/m7XT3iQTIc
— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 16, 2023
Þetta verður vonandi góður dagur. pic.twitter.com/b2s8Mz3iat
— Henry Birgir (@henrybirgir) January 16, 2023
Þeir verða að fara að hægja á þjóðsöngnum, þetta tempó er ekki boðlegt #hmruv
— Ragnar Már Jónsson (@RagnarMrJnsson1) January 16, 2023
Allt annað að heyra þjóðsönginn spilaðan á 5x hraða. Næst mætti setja eitthvað næs goa-techno beat undir og kveikja á strobe ljósunum. #hmruv
— Bjarni (@BjarniBreal) January 16, 2023
Frænkuhjartað er mjög svo stolt núna! Óðinn Þór með flott mark og ég veit að við eigum eftir að sjá mikið meira af honum! 🥰❤️ #hmruv #hmruv23
— Stefanía Hrund (@stefaniahrund) January 16, 2023
Verð pirraður ef við vinnum ekki með meira en 10 marka mun #hmruv
— Özzi🚬 (@ozzikongur) January 16, 2023
Óðinn, hverskonar skepna er þessi gæi?
— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) January 16, 2023
Óðinn er svo frábær í handbolta. Kominn með 8 mörk í fyrri hálfleik. Mætti spila meira með landsliðinu, deila tímanum meira með Sigvalda svo báðir séu ferskir. pic.twitter.com/db19juo5fb
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) January 16, 2023