Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann í dag sigur á Brasilíu í lokaleik liðsins á HM þar sem Ísland kemst ekki upp úr milliriðli sínum. Lokatölur úr leik dagsins 41-37 sigur Íslands.
Nú sem áður fyrr lét þjóðin skoðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum Twitter í tengslum við leikinn og má sjá brot af umræðunni sem þar skapaðist hér fyrir neðan:
Aldrei gleyma því. Donni var utan hóps í fyrstu þremur leikjum mótsins.
— Arnar Daði (@arnardadi) January 22, 2023
Bugaður. Takk drengir. Að klára þennan leik gegn Brasilíu er afrek úr því sem komið var. Hetjuleg barátta. Sætið vonbrigði. En lífið heldur áfram. Næsta mál.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 22, 2023
Hugleiðingar eftir leik:
— Ragnar Már Jónsson (@RagnarMrJnsson1) January 22, 2023
- Gott að geta komið til baka, strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir góða baráttu!
- Af hverju var Donni ekki í hóp allt mótið???
- Af hverju erum við að spila vörn sem varð gjaldþrota fyrir mörgum árum??
- Þarf að skipta um þjálfarateymi?#hmruv
Biðst velvirðingar á því að hafa ekki staðið upp frá sjónvarpinu fyrr, þetta snarlagaðist þegar ég hætti að horfa #hmruv
— Sandra 🇺🇦 (@sandra_gudmunds) January 22, 2023
þvílík fokking endurkoma hjá okkar mönnum🤩 #hmruv
— Snædís (@snaaedisb) January 22, 2023
Næs að enda þetta HM á sigri. Svo hef ég nú alltaf gaman af því þegar það eru spræk lið frá Suður-Ameríku á HM í handbolta sem eru meira en bara uppfyllingarefni #hmrúv23 #hmrúv
— Halldór Marteins (@halldorm) January 22, 2023
Ég var svo viss um að þetta væri glatað svo ég slökkti á leiknum í smá stund. Svo var bara jafnt þegar ég kveikti aftur #hmrúv
— Selma Dís (@selmaa_dis) January 22, 2023
Ég segi þetta í hverjum leik en það er ekki fyrir kvíðasjúklinga að horfa á svona leiki!! Áfram Ísland 🇮🇸 #hmruv
— Dagrun Hafsteinsdottir (@DagrunHafstein1) January 22, 2023