Leikurinn var aðeins nýhafinn þegar Íslendingar voru farnir að gráta úr gleði. Hvílíkt lið!

Velt var upp spurningum um hvort ekki væri kominn tíma á að veita Alexander Petersson aðra fálkaorðu.

Sumir voru ekki ánægðir með rytmann í flutningi þjóðsöngsins. Björgvin Páll var víst farinn að flissa. Ætli það sé ekki kominn tími á að kíkja í söngtíma?

Varnarleikur Íslendinga var mjög góður í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson að massa það að vana.

Svo virðist sem Rússar í stúkunni hafi misst eldmóðinn sinn frekar snemma í leiknum. Enda eru strákarnir okkar stórkostlegir.

Myndavélin vildi þó staldra við á sama Rússanum nokkrum sinnum.

Hulda fattaði hvers vegna Kringlan var tóm.