John Kavanagh, þjálfari Gunnars er í við­tali við MMA fréttir þar sem hann kveðst afar á­nægður með standið á Gunnari, það sé allt að smella hjá honum. Enn fremur sé Gunnar hamingju­samur, það skili sér í hættu­legum bar­daga­manni.

Gunnar eyddi drúgum tíma í Dublin á Ír­landi þar sem hann æfði hjá SBG undir hand­leiðslu Kavanagh og með velti­vigtar­meistara Bella­tor, Yar­oslav Ama­sov.

„Á þessum skamma tíma fannst mér Gunni taka stökk upp­á­við og hann náði að kveikja á bar­daga­heilanum því það er ár síðan hann barðist síðast. Fjar­veran frá keppni hefur svo sem aldrei haft mikil á­hrif á frammi­stöðu Gunna í búrinu, hann kemur alltaf með frammi­stöðu þrátt fyrir fjar­veru.

En að kveikja á rofanum að fara frá þjálfun í Mjölni og yfir í að eiga mjög erfiðar lotur gegn Bella­tor meistara mun sýna sig í búrinu annað kvöld.“

Menn velti nú fyrir sér hversu lengi hinn 34 ára Gunnar muni halda á­fram í UFC.

„Stóra spurningin er hve lengi vill hann halda á­fram. Gunni þarf að svara því. Ég veit að þetta er klisja en miðað við það sem ég sá á dögunum í Dublin þá held ég að þetta sé besti Gunni sem við höfum séð.

Hlutir utan búrsins eru að ganga frá­bær­lega núna, hann er á mjög góðum stað and­lega og það er mun mikil­vægara en líkam­legi þátturinn. Eins og Mike Ty­son orðaði það, „a happy fig­hter is a dan­gerous fig­hter“ og hann virðist vera á mjög góðum stað núna, mjög hamingju­samur og þá er hann mjög hættu­legur.“

Kavanagh heldur að Gunnar klári Bar­berena á fyrstu lotu en lesa má við­tal Péturs Marínó hjá MMA fréttum við hann hér.

Upp­hitunar­bar­dagar kvöldsins hefjast klukkan 17:00 í kvöld en aðal­hluti bar­daga­kvöldsins hefst síðan klukkan 21:00.

Þar er bar­dagi Gunnars og Bar­berena sá þriðji í röðinni og gera má ráð fyrir því að hann fari fram milli klukkan 22:00 og 23:00 en það veltur samt sem áður á því hversu lengi fyrstu tveir bar­dagar aðal­hlutans standa yfir.

Hér má sjá dag­skrá bar­daga­kvölds UFC sem vef­síðan MMA fréttir hefur tekið saman: