Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur greinst smituð af Covid-19. Enska knattspyrnusambandið greinir frá þessu í fréttatilkynningu á heimasíðu sinni.

Enska landsliðið mætir því norður-írska á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld en Sarina verður ekki á hliðarlínunni þar sem hún er nú í einangrun. Astoðarþjálfari landsliðsins, Artjan Veurink mun því stýra liðinu í kvöld en lítið er í húfi fyrir enska landsliðið sem er nú þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum eftir sigur í fyrstu tveimur leikjum sínum .

Í fréttatilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu segir að Sarina verði í sambandi við enska landsliðshópinn með hjálp tækninnar en óvíst er á þessari stundu hvort hún verði mætt á hliðarlínunna fyrir leik liðsins í 8-liða úrslitum í næstu viku.