Þetta kom fram á blaðamannafundi Flick í kvöld.

Þar hrósaði hann Íslandi fyrir nokkrar sóknir í leiknum þar sem Íslendingum tókst að skapa sér álitlegar stöður.

Flick bætti við að hann teldi það best að íslenska liðið fengi tíma til að halda áfram uppbyggingunni og þá gæti framtíðin orðið björt hjá íslenska liðinu.

Til þess þurfi íslenska liðið og þjálfarateymið um leið tíma.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, bætti við á blaðamannafundinum að Flick hefði minnst á að hann hefði séð breytingu á leikstíl íslenska liðsins.