Þjálfarateymi Sogndal heilsaði upp á Emil Pálsson og fjölskyldu hans á sjúkrahúsinu og skilaði Eirik Bakke, þjálfari liðsins, kveðju frá Emil til liðsfélaga sinna.

Bakke ræddi heimsóknina í viðtali sem birtist á heimasíðu Sogndal en hann sagðist vera ánægður að hafa séð Ísfirðinginn brosa.

„Hann er í góðum höndum og hlutirnir líta betur út núna. Við getum aðeins vonast til þess að heyra jákvæðar fréttir og vonandi verður hann kominn á fætur á ný á næstu dögum.“


Bakke sagði að það hefði mikið óvissa einkennt undanfarna daga hjá þjálfarateyminu og leikmönnum.

„Það hefur margt farið í gegnum hugann hjá manni, bæði hjá mér og leikmönnunum því við höfum beðið í óvissu. Það var afar gott að tala við hann, hann var nokkuð hress og í góðu standi miðað við hvað gerðist. Það var gott að sjá hann brosa að nýju.“