Þjálfari ítalska kvennalandsliðsins, Milena Bertolini, á von á erfiðum leikjum á Evrópumótinu í sumar og minntist á að íslenska liðið væri með mikinn líkamlegan styrk.

Ítalska kvennalandsliðið er búið að eyða síðustu vikum í æfingabúðum sem hluti af undirbúningi liðsins fyrir EM.

„Ég hefði heldur kosið að mæta öðrum andstæðingum en Frökkum í fyrsta leik. Belgar eru með lið með svipaða hugmyndafræði og við og íslenska liðið er líkamlega sterkt og mjög ákveðið í öllum sínum aðgerðum,“ sagði Bertolini, aðspurð út í andstæðinga Ítala í samtali við ítalska knattspyrnusambandið.

Hún bætti við að Ítalir þyrftu að vera upp á sitt besta ef þær ætluðu sér upp úr riðlinum.