Sara Björk Gunnars­dóttir greindi frá því í dag að Ives Serneels, þjálfari belgíska liðsins, hafi sótt að Janice Ca­yman, fyrrum liðs­fé­laga Söru hjá Lyon til að spyrjast fyrir um hvernig á­standið á Söru væri.

Þetta kom fram þegar Sara var spurð á blaða­manna­fundi í dag hvort að hún væri búin að ræða við Janice um leikinn.

„Eina sem hún sagði mér að þjálfarinn hennar var að spurja hvort að ég væri að fara að spila. Hún var eigin­lega bara að láta þjálfarann sinn vita hvert á­standið á mér væri.“

Þá sagði Sara að henni liði vel eftir að hafa leikið fyrstu 90. mínúturnar í eitt og hálft ár í æfingaleik gegn Póllandi á dögunum.

Þótt að það hefði dregið af henni á lokamínútum leiksins hafi það verið jákvætt að hún hafi ekki fengið neitt bakslag.