Eiður Smári byrjaði leikinn fyrir Ísland en Arnar Þór byrjaði leikinn á bekknum og lék síðustu tíu mínúturnar í markalausu jafntefli.

Í Fréttablaðinu daginn eftir leik lýsti Ásgeir Sigurvinsson, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, yfir vonbrigðum með jafntefli gegn stjörnum prýddu liði Þýskalands.

Forsíða Fréttablaðsins 7. september 2003.
Mynd/Fréttablaðið

„Fyrir leikinn hefði ég verið ánægður með janftefli en eftir hann er ég dálítið svekktur.“ Með jafnteflinu hélt Ísland efsta sæti riðilsins en missti af sæti á EM 2004.

Kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins þann daginn að Eiður Smári hafi komist næst því að skora fyrir Ísland ásamt því að kalla eftir vítaspyrnu þegar stutt var til leiksloka.

Í lok greinarinnar var því lýst yfir að íslenskur sigur hefði verið sanngjörn úrslit.

Fréttablaðið fór fögrum orðum um frammistöðu Íslands gegn þáverandi silfurliði HM.
Mynd/Fréttablaðið