Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi ekkert heyrt í Gylfa Þór Sigurðssyni síðustu vikur á milli landsleikjaverkefna.

Gylfi er ekki í leikmannahópi Íslands fyrir næstu tvo leiki en hann var handtekinn í Englandi í sumar vegna gruns um kynferðisbrot.

Arnar vildi ekki tjá sig um málefni Gylfa í síðasta landsleikjahléi og þegar hann var spurður út í málefni Gylfa í dag, hvort að hann hefði heyrt í Gylfa var hann stuttyrtur og sagði einfaldlega nei.

Gylfi er ekki í leikmannahóp Everton í ensku úrvalsdeildinni en ekkert hefur verið gefið út um hvernig rannsókn málsins miðar.