Fylkismenn eru í harðri fallbaráttu þegar þrjár umferðir eru eftir. Með sigri HK á Keflavík í gær er Fylkir í fallsæti.

Árbæingar þurfa að fá einhver stig í lokaumferðunum gegn KA, Val og ÍA til þess að bjarga sæti sínu í deild þeirra bestu.

Fylkir hefur aðeins unnið þrjá leiki á þessu tímabili og aðeins fengið tvö stig úr síðustu sjö leikjum.

Á sama tíma er markatalan 1-18.