Leið­togar stjórnar­and­stöðunnar gerðu sitt besta til að sinna þing­störfum á meðan á leiknum gegn Svart­fellingum stóð í dag, en eins og hjá flestum lands­mönnum var aðalat­hyglin á strákunum okkar. Frétta­menn Hring­brautar fóru á stúfana á Al­þingi í dag og ræddu meðal annars við al­þingis­mennina Ingu Sæ­land og Loga Einars­son.

„Þetta hefur náttúr­lega bara verið eins og í draumi. Maður trúir þessu ekki, miðað við öll þessi á­föll og allt þá bara kemur hérna víkingurinn fram al­gjör­lega,“ sagði Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins spurð um hvernig henni litist á gengi ís­lenska lands­liðsins hingað til.

„Og fram­tíðin er rosa björt, þessir ungu vösku snillingar sem eru að sýna hvað í þeim býr. Við verðum heims­meistarar áður en við vitum af, það er bara mín sann­færing!“

Hún bætti því við að Al­þingi hefði þó gleymt að hugsa fyrir því að banna þing­störf meðan á leiknum stæði og því væri alveg við­búið að hún myndi gera ein­hver glappa­skot á þinginu.

„Þannig ég er að fara í störfin og svona og ég mun senni­lega bulla ein­hverja vit­leysu og tala ekkert um neitt nema hand­bolta. En bara á­fram Ís­land og nú þurfum við öll að æfa HÚ-IÐ,“ sagði Inga kímin.

Bróður­sonurinn kallaður út til Ung­verja­lands

Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, tók í svipaðan streng og Inga Sæ­land og kvaðst vera hæst­á­nægður með frammi­stöðu lands­liðsins.

„Þetta er náttúr­lega búið að vera frá­bært. Maður vissi ekki við hverju maður átti að búast en svo erum við allt í einu að sjá lið sem við höfum kannski ekki séð áður í ís­lenskum hand­bolta þar sem að leikurinn er bara hrein­lega borinn upp af öllu liðinu og þegar ein­hverjir hel­tast úr lestinni þá koma nýir, jafn­góðir. Það er svona eins og þetta vaxi bara á trjánum í kringum okkur.“

Spurður um hvaða til­finningu hann hefði fyrir leik Ís­lands og Svart­fjalla­lands sagði Logi:

„Ég hef góða til­finningu. Það sem þeir hafa líka þeir hafa svona ung­æðis­hátt, eru æðru­lausir og djarfir og kaldir. Þannig þetta er ekki lið sem er að fara á taugum. Þannig ég held þeir vinni þetta,“ sagði Logi. Hann reyndist hafa hár­rétt fyrir sér því landsliðið vann mjög góðan 34-24 sigur á Svartfjallalandi.

Logi spilaði sjálfur hand­bolta á árum áður og hefur einnig per­sónu­lega tengingu við lands­liðið því bróður­sonur hans Dagur Gauta­son var kallaður út til Ung­verja­lands sem vara­maður.

„Já, sonur bróður míns hann var kallaður út í gær en það eru að koma inn menn úr veikindum þannig ég er ekki viss um að hann sé með þarna í dag. En hann er alla­vega með þeim í Ung­verja­landi og gaman fyrir hann að fá svona að þefa að­eins af þessu hvernig þetta er,“ sagði Logi.