Thierry Henry er að taka við liði NY Red Bulls í bandarísku MLS-deildinni sem hann lék með um árabil með á lokaárum ferilsins.

Henry er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Monaco í byrjun ársins eftir fjóra mánuði í starfi.

Frakkinn entist aðeins rúmlega hundrað daga með Monaco og var rekinn eftir að hafa kallað ömmu andstæðings vændiskonu í leik.

Lið Red Bulls er aðeins með fimm stig eftir sex umferðir og herma heimildir Sky Sports að Henry verði ráðinn inn á næstu dögum.

Henry lék í fjögur ár með NY Red Bulls undir lok ferilsins þar sem hann skorað 51 mark í 122 leikjum.