Spænski miðvallarleikmaðurinn Thiago Alcantara er genginn til liðs við enska knattspyrnufélagið Liverpool en félagaskipti hans frá þýska félaginu Bayern München sem hafa legið í loftinu síðustu dagana hafa verið staðfest.

Thiago sem er 29 ára gamall landsliðsmaður Spánar hefur auk þess að spila með Bayern München leikið með Barcelona á ferli sínum.

Hann er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við aðalliðshóp Liverpool í félagaskiptaglugganum í sumar en áður gríski vinstri bakvörðuinn Kostas Tsimikas bæst við hópinn.

Þessi tæknilega góði og útsjónarsami leikmaður verður mögulega mættur til leiks hjá Liverpool þegar liðið mætir Chelsea í stórleik annarrar umfeðar ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fer á sunnudaginn kemur.