Það er markalaust í fyrsta hálfleik íslenska kvennalandsliðsins á EM, en hann fer fram í Manchester og er gegn Belgíu.

Það sem ber hæst úr hálfleiknum er að Berglind Björg Þorvaldsdóttir brenndi af vítaspyrnu fyrir hönd Íslands.

Fjöldi fólks tjáir sig nú um hálfleikinn á samfélagsmiðlinum Twitter og þrátt fyrir svekkelsið varðandi vítaspyrnuna virðast flestir hafa jákvæðnina í fyrirrúmi.