For­múla 1 hefur opin­berað á hvaða sex keppnis­helgum keppt verður í sprett­keppnum á næsta tíma­bili mótaraðarinnar.

Sprett­keppnum fjölgar úr þremur í sex milli tíma­bila í móta­röðinni en þær eru taldar hafa komið sterkar inn frá því fyrir­komu­lagið var prófað fyrst árið 2021.

Sprett­keppnir næsta tíma­bils munu fara fram á eftir­farandi keppnis­helgum:

  • Azer­ba­i­jan (Baku City brautinni)
  • Austur­ríki (Red Bull Ring)
  • Belgíu (Spa-Francorchamps)
  • Katar (Losa­il brautinni)
  • Banda­ríkjunum (Circuit of The Americas
  • Brasilíu (Interla­gos)

Þegar sprett­keppnir eru hluti af keppnis­helgum færast hinar hefð­bundnu tíma­tökur yfir á föstu­dag.

Sprett­keppnirnar sjálfar fara fram á laugar­dögum þar sem ekið er því sem nemur 100 kíló­metrum.

Gefin eru stig til þeirra sem enda í fyrstu átta sætum sprettkeppninnar og rás­röðin í sjálfri aðal­keppni keppnis­helgarinnar ræðst af úr­slitum hennar.