Formúla 1 hefur opinberað á hvaða sex keppnishelgum keppt verður í sprettkeppnum á næsta tímabili mótaraðarinnar.
Sprettkeppnum fjölgar úr þremur í sex milli tímabila í mótaröðinni en þær eru taldar hafa komið sterkar inn frá því fyrirkomulagið var prófað fyrst árið 2021.
Sprettkeppnir næsta tímabils munu fara fram á eftirfarandi keppnishelgum:
- Azerbaijan (Baku City brautinni)
- Austurríki (Red Bull Ring)
- Belgíu (Spa-Francorchamps)
- Katar (Losail brautinni)
- Bandaríkjunum (Circuit of The Americas
- Brasilíu (Interlagos)
Þegar sprettkeppnir eru hluti af keppnishelgum færast hinar hefðbundnu tímatökur yfir á föstudag.
Sprettkeppnirnar sjálfar fara fram á laugardögum þar sem ekið er því sem nemur 100 kílómetrum.
Gefin eru stig til þeirra sem enda í fyrstu átta sætum sprettkeppninnar og rásröðin í sjálfri aðalkeppni keppnishelgarinnar ræðst af úrslitum hennar.