Fjöldi Íslendinga var í sárum í gærkvöldi eftir að Danir köstðu frá sér unnum leik gegn Frökkum. Danir höfðu fimm marka forskot þegar lítið var eftir af leiknum en Frakkar unnu sigur að lokum.

Þetta varð til þess að Ísland kemst ekki í undanúrslit Evrópumótsins en leikur þess í stað um fimmta sætið á morgun.

„Það er aldrei hægt að treysta á Dani," sagði Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og þetta finnst Dönum áhugavert.

Ekstrabladet fann svo færslur þar sem Danir eru meðal annars sakaðir um svindl og fleira í þeim dúr.

Danir hvíldu marga af sínum lykilmönnum í leiknum enda var liðið búið að tryggja sig inn í undanúrslitin fyrir leikinn.