Ræningjarnir sem brutust inn á heimili hjólreiðakappans Mark Cavendish og eiginkonu hans Petu árið 2021 ætluðu sér að stela þar úri sem metið er á um tvær milljónir punda.

Mark á hefðar­setur í námunda við Essex á Bret­landi og það var þar sem inn­brots­þjófarnir gerðu at­lögu í nóvember árið 2021. Þeir eru sagðir hafa ráðist á Ca­vendish áður en þeir höfðu á brott með sér þýfi fyrir rúm­lega 700 þúsund pund.

Inn­brots­þjófarnir höfðu með­ferðis hnífa, and­lit þeirra voru hulin og klæddust þeir meðal annars hettu­peysum til þess að reyna fela allt það sem gæti orðið til þess að þeir myndu þekkjast.

Nú er komið í ljós að ástæða innbrotsins var tveggja milljóna punda úr sem ræningjarnir höfðu séð Mark með á verðlaunahátið.

Mark bauð þeim að hafa með sér fjölda verðmætra hluta en sögðu þeir „þetta er ekki það sem við erum að leita að.“

Á myndinni má sjá úrið sem ræningjarnir sóttust eftir

Hótuðu að rista hann á hol fyrir framan barnið

Greint var frá mála­vendingum í dóm­sal á dögunum en inn­brots­þjófarnir klifruðu yfir öryggis­girðingu við heimili Ca­vendish áður en þeir löbbuðu upp að húsinu og brutu sér leið inn um hurð baka til.

Þá hafa mynd­bands­upp­tökur frá nær­liggjandi svæðum varpað ljósi á það hvað átti sér stað í að­draganda inn­brotsins. Þar sjást mennirnir, sem brutust inn, valda usla á nær­liggjandi svæði.

Reynt hefur verið að varpa ljósi á það sem átti sér stað inn á heimili Mark en hann var sjálfur heima á­samt eigin­konu sinni og barni

Hann hefur sjálfur greint frá því að hafa orðið fyrir hrylli­legri árás af hendi inn­brots­þjófanna eftir að hann reyndi að ná til neyðar­hnapps á heimilinu sem hefði gert lög­reglu við­vart um á­stand á heimilinu.

Í þann mund sem Mark reyndi að ná til hnappsins hafi þrír af inn­brots­þjófunum fjórum stokkið á hann og hótað honum að rista hann á hol fyrir framan son hans.

Þá hafi Peta, eigin­konu Mark, einnig verið hótað er hún reyndi að koma þriggja ára syni þeirra hjóna í felur.

Tveir á flótta

Lög­reglu hefur tekist, meðal annars með mynd­bands­upp­tökum frá öðrum stöðum sem og gögnum úr Mercedes bif­reiðinni sem notuð var við inn­brotið, að bera kennsl á fimm menn sem hún telur að hafi staðið að inn­brotinu á heimili Mark Ca­vendish.

Tveir þeirra er á flótta en lög­reglan telur sig geta sannað að símar Jo Job­son og Geor­ge Goodard hafi verið á heimili Ca­vendish þegar að inn­brotið átti sér stað.

Í dóms­sal neita hinn 31 árs gamli Romario Henry og hinn 28 ára gamli Olu­dewa Okor­os­obo aðild að málinu. Fimmti maðurinn, Ali Sesay hefur hins vegar viður­kennt átt í hlut innbrotinu eftir að DNA hans fannst á síma Peta.