Kvennalandsliðið mun dvelja á Crewe Hall Hotel & Spa á meðan Evrópumótið stendur yfir í Englandi í sumar.

Þetta kom fram á blaðamannafundi þjálfarateymisins í dag.

Hægt er að sjá stutt myndband um hótelið hér fyrir neðan.

Að sögn Ásmundar Haraldssonar, aðstoðarþjálfara landsliðsins, verður hluti hótelsins lokaður af fyrir liðið á meðan mótinu stendur.