Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Svartfjallalandi í fyrstu umferð í forkeppni HM 2023 í Bemax-Arena í Podgorica klukkan 18:00 að íslenskum tíma í kvöld.

Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, og aðstoðarmenn hann, Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson hafa valið leikmannahópinn fyrir þann leik.

Lið Íslands verður þannig skipað í kvöld:

Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · 2

Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 52

Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 6

Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík · 88

Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 18

Kristinn Pálsson, Grindavík · 19

Kristófer Acox, Valur · 40

Ólafur Ólafsson, Grindavík · 42

Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan · 51

Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 16

Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza, Spánn · 43

Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 66

Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn, og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR, munu hvíla í dag.

Auk Svartfjallalands er Danmörk með Íslandi í riðli í forkeppninni. Íslenska liðið mun mæta Svartfjallalandi og Danmörku tvisvar í þessum landsleikjaglugga.

Keppnisfyrirkomulagið í þessum þriggja liða riðli er þannig að tvö efstu liðin fara áfram í keppninni að fjórum leikjum loknum.