Dregið var í fyrstu umferð í Coca Cola bikarnum í handbolta karla á skrifstofu HSÍ í hádeginu í dag. Í fyrstu umferðinni voru 16 lið í pottinum en þau átta lið sem voru ekki dregin sitja hjá og koma ásamt ríkjandi bikarmeisturum, FH, Selfossi, Haukum og Val beint inn í aðra umferðina.

Leikirnir í fyrstu umferð keppninnar verða þessir:

Hörður – Þór Ak­ur­eyri
ÍBV 2 – Grótta
Val­ur 2 – Aft­ur­eld­ing
Vík­ing­ur – ÍR

Afturelding og ÍR eru einu liðin úr efstu deild sem leika í fyrsta umferðinni. Fjöln­ir, Fram, HK, ÍBV, Míl­an, KA, Stjarn­an og Þrótt­ur voru í pottinum en voru ekki dregin í viðureign í fyrstu umferðinni

Dregið verður í 16 liða úr­slit karla og kvenna miðviku­dag­inn 16. októ­ber í Smára­bíó kl.12.15.