Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni EM, EuroBasket Women 2021, í kvöld en þá mætir liðið Búlgaríu í Laugardalshöllinni. Seinni leikurinn í þessum landsliðsglugga verður svo á sunnudaginn í Grikklandi.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:00 en Domino’s, aðalstyrktaraðili KKÍ, ætlar að bjóða landsmönnum frítt á leikinn í kvöld og einnig upp á flatbökur milil kl. 19:00 og 19:30 í Höllinni.
Benedikt Guðmundsson hefur valið 12 manna lið sitt fyrir leikinn í kvöld gegn Búlgaríu. Liðið er skipað eftirfarandi leikmönnum sem sjá má hér að neðan:
Dagbjört Dögg Karlsdóttir
Guðbjörg Sverrisdóttir
Gunnhildur Gunnarsdóttir
Hallveig Jónsdóttir
Helena Sverrisdóttir
Hildur Björg Kjartansdóttir
Lovísa Björt Henningsdóttir
Sara Rún Hinriksdóttir
Sigrún Björg Ólafsdóttir
Sóllilja Bjarnadóttir
Sylvía Rún Hálfdánardóttir
Þóra Kristín Jónsdóttir