Elmar hefur leikið erlendis undanfarin sautján ár og verið á mála hjá liðum í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi.

Fyrsti leikur Elmars í efstu deild kom einmitt gegn KA á Akureyri fyrir sautján árum síðan þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfara Víkings. Alls lék Elmar tíu leiki í efstu deild áður en hann hélt út í atvinnumennsku sautján ára gamall.

Elmar lék seinni hluta síðasta tímabils með Lamia í efstu deild gríska boltans eftir að hafa leikið í Tyrklandi frá árinu 2017 með þremur mismunandi liðum.

Þá hefur Elmar leikið 41 leik fyrir Íslands hönd og var hluti af liði Íslands sem fór á fyrsta stórmót karlalandsliðsins.

Þar lagði Elmar upp eitt af frægustu mörkum íslenskrar knattspyrnu þegar hann átti sendinguna í marki Arnórs Ingva Traustasonar sem tryggði Íslandi sigur á Austurríki. Það var fyrsti sigur karlaliðs Íslands á stórmóti og tryggði um leið sæti Íslendinga í 16-liða úrslitum.