Þekktur einstaklingur úr íþróttaheiminum hefur verið kærður til lögreglu og sagður hafa reynt að eitra fyrir fyrrum maka sínum. Það er Daily Mail sem greinir frá en ekki er greint frá frá því um hvern er að ræða í fréttaflutningnum.
Umræddur einstaklingur hefur, samkvæmt Daily Mail, birst á sjónvarpsskjám „á kjörtíma“ fyrir íþróttaútsendingar en lögreglusveit í suðurhluta Bretlands fékk veður af ásökunum á hendur umrædds einstaklings í gærmorgun.
„Okkar skilningur er sá að lögreglan sé nú að meta ásakanirnar á hendur honum áður en ákveðið verður hvort málið verði tekið lengra,“ segir í frétt Daily Mail um málið.
Samkvæmt vefmiðlinum eru meint brot sögð hafa átt sér stað árið 2018 og snýr alvarlegasta ásökunin að tilraun umrædds einstaklings að reyna eitra fyrir nú fyrrverandi maka sínum.
Viðurlög við slíkum brotum geta numið allt upp í fimm ára fangelsisvist.
Heimildarmaður Daily Mail segir að fyrrverandi maki einstaklingsins hafi sakað hann um að hafa reynt að eitra fyrir sér.
„Í eitt skipti, eftir að þau hittust, vaknaði umræddur kærandi og man ekkert hvað hafði gerst kvöldið áður. Þetta eru alvarlegar ásakanir sem hafa nýlega komið upp á yfirborðið.“