Þekktur ein­stak­lingur úr í­þrótta­heiminum hefur verið kærður til lög­reglu og sagður hafa reynt að eitra fyrir fyrrum maka sínum. Það er Daily Mail sem greinir frá en ekki er greint frá frá því um hvern er að ræða í frétta­flutningnum.

Um­ræddur ein­stak­lingur hefur, sam­kvæmt Daily Mail, birst á sjón­varps­skjám „á kjör­tíma“ fyrir í­þrótta­út­sendingar en lög­reglu­sveit í suður­hluta Bret­lands fékk veður af á­sökunum á hendur um­rædds ein­stak­lings í gær­morgun.

„Okkar skilningur er sá að lög­reglan sé nú að meta á­sakanirnar á hendur honum áður en á­kveðið verður hvort málið verði tekið lengra,“ segir í frétt Daily Mail um málið.

Sam­kvæmt vef­miðlinum eru meint brot sögð hafa átt sér stað árið 2018 og snýr al­var­legasta á­sökunin að til­raun um­rædds ein­stak­lings að reyna eitra fyrir nú fyrr­verandi maka sínum.

Viður­lög við slíkum brotum geta numið allt upp í fimm ára fangelsis­vist.

Heimildar­maður Daily Mail segir að fyrr­verandi maki ein­stak­lingsins hafi sakað hann um að hafa reynt að eitra fyrir sér.

„Í eitt skipti, eftir að þau hittust, vaknaði um­ræddur kærandi og man ekkert hvað hafði gerst kvöldið áður. Þetta eru al­var­legar á­sakanir sem hafa ný­lega komið upp á yfir­borðið.“