Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, kom í settið í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga.
Íslandsmótið hefst 10. apríl og segir Arnar vera kominn með fiðring í magann af tilhlökkun að fara byrja.
„Þegar maður er búinn með æfingarferðina þá veistu að það er sutt í mót. Þá byrjar maður að minnka álagið á æfingum og gera menn meira beittari. Svo er umfjöllunin að fara byrja að vera meiri og meiri og fólk er að fara taka við sér. Allar spárnar að fara byrja um hverjir verða meistarar eða falla. Mér lýst vel á sumarið. Mörg lið búin að styrkja sig verulega,“ sagði Arnar.