Skyttan Thea Imani Sturludóttir sem er í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu í handbolta og hefur leikið með norska B-deildarliðinu Volda hefur ákveðið að skipta um lið.

Thea Imani mun fara upp í efstu deildina á næsta keppnistímabili og leika með Oppsal.

Volda sem leikur undir stjón Halldórs Stefáns Haraldssonar hefur fyllt skarð Theu með því að fá til liðs við hina ungu og efnilegu Söru Dögg Hjaltadóttur.

Sara Dögg hefur leikið með C-deildarliðinu Kongsvinger síðustu tvö tímabil.