Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá framkvæmdarstjóra mótsins, Craig Tiley.

Novak Djokovic, er ríkjandi meistari á mótinu en hann greindi frá því á dögunum að hann vildi ekki gefa það út opinberlega hvort að hann hefði verið bólusettur fyrir Covid-19 veirunni.

Tiley, framkvæmdarstjóri mótins var spurður út í svar Djokovic á blaðamannafundi á dögunum: ,,Novak veit að hann þarf að vera bólusettur til þess að geta tekið þátt. Við myndum vilja hafa hann hérna hjá okkur sem þátttakanda.

Mótið fer fram dagana 17-30. janúar næstkomandi í Melbourne í Ástralíu. Stefnt er að því að geta fyllt leikvangana sem leikið verður á af áhorfendum.

Samkvæmt gögnum sem Alþjóðatennissamband karla hefur undir höndunum hafa 80 af 100 efstu tennispilurum í heimi verið bólusettir fyrir veirunni en slík gögn er ekki hægt að finna um stöðuna í kvennaflokki enn sem komið er.