Fregnir af hjartastoppi Emils Pálssonar, leikmanns norska fótboltafélagsins Sogndal, í gærkvöldi hafa vakið umræðu inn fótboltasamfélagsins um málefni tengd heilsu leikmanna.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir að málið hafi verið rætt innan félagsins í morgun og atvik síðasta árið þar sem leikmenn fá hjartáfall veki menn til umhugsunar.

„Hjá KA erum við með skýrt verklag á leikdegi um hlutverk hvers og eins komi upp veikindi hjá leikmönnum eða þeim sem að leikjum félagsins. Við erum með sjúkraþjálfara við störf á varamannabekknum, hjartastuðtæki við höndina og skýrar boðleiðir í sjúkraflutning," segir Sævar.

„Þessar fregnir af Emil Pálssyni sýna hins vegar mikilvægi þess að mínu mati að framkvæma ítarlegri hjartaskoðun á leikmönnum en þá árlegu hjartahlustun sem framkvæmd er eins og sakir standa.

Það þyrfti að gera nákvæmara þolpróf og skoða leikmenn betur. Þetta er hins vegar spurning um aðstöðu og kostnað en það ætti ekki að stoppa okkur í svona mikilvægu umbótamáli," segir framkvæmdastjórinn.

„Svo er bara stærra spurning hvort og þá hvers vegna svona tilvikum sé að fjölga. Við hjá KA erum allavega meðvituð um að svona atvik geti komið upp og tökum umræðuna um verklag okkar ef svona kemur upp reglulega," segir Sævar.