Ísland lagði El Salvador að velli með einu marki gegn engu í vináttulandsleik liðanna í knattspyrnu karla í Los Angeles í Kalíforníu í Bandaríkjunum í nótt. Það var Kjartan Henry Finnbogason sem skoraði sigurmark íslenska liðsins en liðið hafði einnig betur, 1-0, í vináttulandsleik sínum gegn Kanada á dögunum.

Kjartan Henry sem leikur með danska liðinu Vejle var þarna að skora sitt þriðja landsliðsmark í 13. landsleiknum sínum. Ari Leifs­son, miðvörður Fylkis, og Óskar Sverris­son sem leikur fyrir sænska liðið Häcken léku sína fyrstu A-landsleiki í þessum leik.

Lið Íslands í leiknum í nótt var þannig skipað: Hannes Þór Halldórsson - Birkir Már Sævarsson (Alfons Sampsted 46), Kári Árnason (Hólmar Örn Eyjólfsson 60), Ari Leifsson, Oskar Sverrisson. - Óttar Magnús Karlsson, Bjarni Mark Antonsson, Stefán Teitur Þórðarson (Alex Þór Hauksson 77), Tryggvi Hrafn Haraldsson (Mikael Anderson 60). - Kjartan Henry Finnbogason (Kolbeinn Sigþórsson 74), Kristján Flóki Finnbogason (Viðar Örn Kjartansson 46).

Svipmyndir frá helstu atvikum leiks Íslands og El Salvador má sjá hér að neðan.