Hólmfríður Magnúsdóttir hefur tekið knattspyrnuskó sína af hillunni en þeir hafa legið þar í rúman mánuð. Hólmfríður ætlar að spila með Selfossi í sumar. Það er visir.is sem greinir frá þessu.

Hólmfríður skoraði tvö deildarmörk í ellefu leikjum fyrir Selfoss í fyrra áður en hún var lánuð til norska liðins Avaldsnes.

Um miðja mars greindi Hólmfríður svo að hún hefði ákveðið að láta staðar numið á knattspyrnuferli sínum og segja þetta gott eftir 20 ára feril.

Henni hefur hins vegar snúist hugur og mun taka eitt tímabili í viðbót með Selfossi sem hefur leik á Íslandsmótinu með því að mæta Keflavík eftir slétta viku.