Ríkisstjórinn í Texas, Greg Abbott, er búinn að undirrita ný lög þar sem þess er krafist að einstaklingar sem keppi fyrir hönd skóla í fylkinu keppi eftir fæðingarkyni sínu sem takmarkar þátttöku transfólks.

Sambærileg lög hafa verið samþykkt í South Dakota og Idaho en alríkisdómstóll í Bandaríkjunum stöðvaði áformin í Idaho.

Verður einstaklingum gert að keppa með einstaklingum af sama fæðingarkyni og verður litið til fæðingarvottorðs íþróttamanna.

Samkvæmt því er einstaklingum ekki heimilt að keppa við önnur kyn nema það sé ekki til boða að keppa í sömu grein með einstaklingum af sama kyni.