Kieran Maguire, sér­fræðingur um fót­bolta­fjár­mál telur ó­lík­legt að það fari svo að enska úr­vals­deildar­fé­lagið Manchester City verði fellt niður um deild fari svo að fé­lagið verði sak­fellt í á­kæru ensku úr­vals­deildarinnar.

Enska úr­vals­deildin hefur á­kært Manchester City í yfir 100 liðum og sakar fé­lagið um að brjóta reglur um fjár­mál fé­laga.

Rann­sókn hefur staðið yfir í fjögur ár en á­kærurnar voru birtar í gær. Í yfir­lýsingu segir að meint brot hafi átt sér stað frá 2009 til ársins 2018.

„Það yrði erfitt að rétt­læta á­kvörðun um að fella fé­lagið niður um deildir nema sýnt væri fram á kerfis­bundnar til­raunar til þess að rang­færa fjár­mál fé­lagsins,“ sagði Kieran Maguire, sér­fræðingur um fót­bolta­fjármal í sam­tali við BBC Radio.

Til þess að rétt­læta slíka á­kvörðun þyrftu nánast allar á­kærurnar gegn fé­laginu að vera stað­festar.

Kieran telur að al­var­legasta refsingin sem fé­lagið gæti fengið yrði frá­dráttur á stigum þess. Ferlið fram undan verði langt.

„Þetta mun ekki taka fljótt af. Við erum að tala um yfir 100 á­kærur, þá verðurðu að fá tíma til þess að koma upp yfir hundrað vörnum.“

Á áður ó­förnum slóðum

Jamie Jack­son, blaða­maður The Guar­dian tjáði sig einnig um málið í sam­tali við BBC Radio.

„Þetta er nú þegar orðin stærsta fréttin í sögu ensku úr­vals­deildarinnar,“ segir Jack­son í sam­tali við BBC Radio

„Um er að ræða á­hyggju­efni fyrir Manchester City en líkt og yfir­lýsing fé­lagsins í gær gefur til kynna, virðast for­ráða­menn fé­lagsins afar já­kvæðir gagn­vart sinni stöðu og vilja tæki­færi til þess að hreinsa nafn sitt í eitt skipti fyrir öll.“

Málið sé hins vegar afar at­hyglis­vert.

„Því ef fé­lagið er sak­fellt í fleiri en einum lið, hvað mun þá taka við? Við erum á áður ó­förnum slóðum hvað þetta varðar, myndi fé­lagið bara fá sekt?“

Margir hafa lagt mat sitt á mögu­legar refsingar sem Manchester City gæti fengið á sig verði fé­lagið sak­fellt. Ein­hverjir hafa kallað eftir því, verði það raunin að fé­lagið verði sak­fellt, að titlar þess á um­ræddum tíma­bilum verði teknir af þeim. Aðrir telja að frá­dráttur á stigum yrði hæfi­leg refsing á meðan að sumir hafa velt því fyrir sér hvort fé­lagið verði fellt niður um deild.

„Verði fé­lagið sak­fellt, þá myndu ein­hverjir stíga fram og segja titla fé­lagsins fengna með illa fengnu fé.