Þegar það styttist í leikinn átti öryggisgæslan erfitt með að ráða við örvæntingarfulla stuðningsmenn Englands sem ruddu sér leið í gegn framhjá öryggisgæslunni.

Það voru tæplega fimmtíu handteknir við Wembley og tuttugu lögregluþjónar þurftu að leita sér læknisaðstoðar eftir að hafa hlotið áverka við störf sín.

Fyrir vikið voru margir með miða á leikinn sem ýmist komust ekki inn á völlinn eða þurftu að fylgjast með standandi þar sem einhver var í sæti þeirra.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir og myndbönd frá Wembley sem sýna dökku hlið úrslitaleiksins. Ofbeldi, ringuleið og ölvun stuðningsmanna Englands.

Fyrir vikið velti Winter því fyrir sér hvort að Englendingar hefðu með hegðun sinni í gær komið í veg fyrir að England myndi hýsa stórmót í karlaflokki næstu árin.

Næsta mót sem stendur til boða er HM 2030 á hundrað ára afmæli HM. Búist er við harðri keppni um að hýsa mótið það árið en ljóst er að mótið fer ekki fram í Asíu né Norður-Ameríku árið 2030.

Þá var talsvert um slagsmál
fréttablaðið/getty
Gleðin fór úr böndum
fréttablaðið/getty