Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sem leikur fyrir enska úrvalsdeildarliðið Everton telur að ekki verið farið að spila deildarleiki í ensku úrvalsdeildinni aftur fyrr en í maí í fyrsta lagi.

Þetta sagði Gylfi Þórí samtali við Bítið á Bylgjunni, Stöð 2 og visi.is í morgun. Þar segir hann lífið hafa tekið miklum breytingum vegna COVID 19-heimsfaraldursins.

„Við erum að reyna að hjóla og hlaupa heima þessa dagana til þess að halda okkur í formi. Ég kvarta ekki yfir því að þurfa að vera heima og hundurinn er sáttur við að hafa mig og konuna heima allan daginn," segir Gylfi Þór í samtalinu.

Gylfir Þór segir að næsta skipulagða æfing hjá Everton sé á dagskrá 14. apríl næstkomandi en hlé hefur verið gert á liðsæfingum hjá leikmannahópi liðsins síðustu vikurnar og æfingasvæði félagins lokað.

Áætlað er að hefja leik í ensku úrvalsdieldinni aftur 30. apríl en Gylfi Þór telur að það verði ekki byrjað að leika aftur í deildinni fyrr en í maí í fyrsta lagi. Þá verði að spila fram í sumarið eigi að klára yfirstandandi keppnistímabil.