Knattspyrnudeildir FH og Breiðablik hafa komist að samkomulagi um tímabundin félagaskipti Telmu Ívarsdóttur í FH. Telma er markvörður sem spilað hefur með liði Augnabliks undanfarin ár.

Hún hefur leikið 63 leiki í meistaraflokki og á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. FH-ingar komust upp í efstu deild síðasta haust og hafa styrkt lið sitt verulega fyrir Pepsi Max-deildina sem hefst síðar í þessum mánuði.

Í lok maí gekk Andrea Mist Pálsdóttir, leikmaður Þórs/KA, til liðs við FH en hún lék með ítalska A-deildarliðinu Oribicia Calcio í vetur áður en keppni þar var hætt vegna kórónaveirufaraldursins.

Þá kom Sigríður Lára Garðarsdóttir frá ÍBV í haust, Hrafnhildur Hauksdóttir frá Selfossi í byrjun þessa árs líkt og Svan­hild­ur Ylfa Dag­bjarts­dótt­ir frá HK/Víkingi. Bandaríski varnarmaðurinn Taylor Sekyra mun svo leika með FH-ingum í sumar.