Vefmiðilinn Soccerdonna sem heldur úti öflugri umfjöllun um kvennaknattspyrnu telur að Sveindís Jane Jónsdóttir sé með hæsta markasvirði (e. market value) innan íslenska hópsins.

Í aðdraganda Evrópumótsins birti Soccerdonna lista yfir tíu dýrustu leikmenn hvers riðils fyrir sig.

Frakkar skipa sex sæti á listanum í D-riðli, Ítalir þrjú og Sveindís Jane tíunda sæti listans sem sjá má hér fyrir neðan.

Þeir meta það sem svo að það myndi kosta félög um 150 þúsund evrur eða 20,7 milljónir íslenskra króna að kaupa Sveindísi frá Wolfsburg.