Von er á fjárhagsskýrslu frá Manchester United þar sem farið verður yfir síðasta ársfjórðung þar sem kemur fram tekjutap félagsins undanfarna sex mánuði. Skýrslan en gefin út um miðjan október þar sem farið er yfir hvert ár og er von á því að það komi í ljós hvaða áhrif kórónaveirufaraldurinn hefur á reksturinn á Old Trafford.

Samkvæmt heimildum ESPN í Bretlandi tapar félagið um 4-5 milljónum punda á hverjum heimaleik sem fer fram fyrir luktum dyrum og var leikurinn gegn Crystal Palace um síðustu helgi sjöundi leikurinn á Old Trafford sem fer fram fyrir luktum dyrum.

Þá kom kórónaveiran í veg fyrir að félagið mætti Sevilla og FC Kaupmannahöfn á Old Trafford í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar með tilkomandi tekjuinnkomu af leikjunum. Það er því tekjutap upp á rúmlega fjörutíu milljónir punda af heimaleikjunum einum og sér. Kórónaveirufaraldurinn kom einnig í veg fyrir æfingaferð félagsins sem hefur um árabil skilað um tíu milljónum evra.

Samkvæmt heimildum ESPN er talið að heildartekjutap félagsins vegna kórónaveirufaraldursinn geti náð 100 milljónum punda