Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á Hringbraut á laugardag ásamt Herði Snævar Jónssyni, íþróttastjóra á Torgi.

Rætt var um toppbaráttuna í enska boltanum þar sem Arsenal leiðir kapphlaupið en er með Manchester City fimm stigum á eftir sér

„Ég held að þetta sé ekki komið hjá þeim, lokaumferðirnar verða þeim mjög erfiðar. Manchester City, ég er ekki búinn að afskrifa þá, Arsenal hefur leikið frábæran fótbolta í allan vetur. Titilinn er ekki kominn í hús," sagði Gaupi.

Hörður Snævar benti á það að Manchester City hafi á undanförnum árum farið á skrið á endaspretti tímabilsins og unnið alla leiki. Það geti vel gerst í ár.

„Manchester City tapar varla stigum yfirleitt á endasprettinum, maður horfir á að það geti gerst aftur. Arsenal á eftir að fara á Anfield og Ethiad," segir Hörður.

Umræðan um enska boltann er hér að neðan.