Yfirmaður nefndar um áhrif COVID-19 á knattspyrnuheiminn telur að félög heimsins verði af 14 milljörðum dala á þessu ári vegna áhrifa faraldursins.

FIFA fékk yfirmann finnska seðlabankans, Olli Rehn, til að leiða nefndina vegna áhrifa á félög og knattspyrnusambönd.

Að sögn Rehn tekur það til tekjutaps vegna óreiðu á leikjadagskrá, leikja án áhorfenda og sjónvarpstekna sem þarf að endurgreiða.

Áætlað er að allar árstekjur innan knattspyrnuheimsins séu um 46 milljarðir dala og er því um þriðjung þess að ræða.

Deildarkeppninar í Evrópu hafa orðið af mestu tekjunum en deildarkeppnir utan Evrópu standa að sögn Rehn margar á brauðfótum vegna fjárhagsvandræða.

Stutt er síðan Andrea Agnelli, forseti Juventus og Samtaka félagsliða í Evrópu, spáði því að COVID-19 faraldurinn myndi kosta félögin 4,7 milljarða evra yfir tveggja ára tímabil.