FH-ingar fá KA í heimsókn í Kaplakrika í dag og vonast til þess að vinna sinn fyrsta sigur í Bestu deildinni undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen á tímabilinu.

Hafnfirðingar eru í afar vondri stöðu í Bestu deildinni og hafa verið að spila langt undir væntingum á tímabilinu.

Staðan var slæm þegar að Ólafur Jóhannesson var látinn fara sem þjálfari liðsins í júnímánuði og hún hefur ekki batnað undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen sem var ráðinn sem nýr þjálfari liðsins í kjölfarið.

FH er sem stendur í 10. sæti Bestu deildar karla, hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu og er aðeins einu stigi frá fallsæti.

Leikir dagsins í Bestu deild karla:
17:00 - FH vs. KA
17:00 - KR vs. ÍBV
19:15 - Fram vs. Víkingur Reykjavík
19:15 - Stjarnan vs. Breiðablik