Breskir fjölmiðlar fullyrða í dag að tékkneski auðjöfurinn Daniel Křetínský sé að kaupa rúmlega fjórðungshlut í West Ham og eigi um leið rétt á því að kaupa félagið af núverandi eigendum félagsins.

Křetínský er verðmetinn á fjóra milljarða bandarískra dollara en hann á 94 prósent hlut í orkufyrirtækinu EPH sem er það stærsta sinnar tegundar í Mið-Evrópu.

Hann á helmingshlut í franska fjölmiðlinum Le Monde og er einn stærsti hluthafi tískuverslunarinnar Foot Locker og breska póstsins.

Samkvæmt heimildum SkySports er félagið verðmetið á 600 til 700 milljónir punda en það er í eigu David Gold og David Sullivan sem keyptu félagið af Eggerti Magnússyni.

Talið er að kaupin gætu gengið í gegn á næstu dögum og að það yrði kynnt fyrir leik West Ham og Liverpool eftir tíu daga.