Leiknum lauk með 28:23 sigri Vezprém en Teitur skoraði fimm mörk fyrir Flenzburg í leiknum. Vezprém reyndist of stór biti fyrir þýska liðið en strax á 10. mínútu var Vezprém komið með fjögurra marka forystu og mest fór bilið á milli liðanna upp í sjö mörk.

Góður leikur Rodrigo Corrales, markvarðar Vezprém sem og sjö mörk Manuel Strlek, lögðu grunninn að sigri liðsins sem situr í efsta sæti B-riðils með átta stig. Flensburg er hins vegar aðeins með eitt stig í neðsta sæti riðilsins.

Hinn 23 ára gamli Teitur Örn gekk til liðs við Flensburg á dögunum frá sænska liðinu Kristianstad þar sem hann hafði spilað frá árinu 2018. Hann er uppalinn á Selfossi