Guðmundur Guðmundsson gerir eina breytingu á leikmannahópi Íslands fyrir leikinn gegn Ungverjum á Evrópumótinu í handbolta í dag.

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg í Þýskalandi, kemur inn fyrir Kristján Örn Kristjánsson, leikmann Pays d´Aix í Frakklandi.

Kristján sem er iðulega kallaður Donni var ekkert búinn að koma við sögu í fyrstu tveimur leikjunum og tekur sér nú sæti í stúkunni.

Teitur á að baki 21 leik fyrir Ísland og hefur skorað í þeim 22 mörk.

Leikmannahópurinn í dag er eftirfarandi:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (237/16)
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (26/1)

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (64/76)
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (153/597)
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (83/234)
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (14/14)
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (47/122)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51)
Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (50/69)
Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (13/18)
Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (2/1)
Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier Handball (134/268)
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (57/153)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Tauron Kielce (40/91)
Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (22/57)
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (53/25)