Teitur kemur til Flensburg frá Kristianstad. Sænska félagið sagði frá því í gær að Teitur hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.

Tvær örvhentar skyttur Flensburg eru meiddar og því var félagið í leit að manni í þá stöðu. Flensburg er sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir sjö umferðir.

Teitur er 23 ára gamall en hann hefur verið í atvinnumennsku í þrjú ár. Teitur lék með Selfossi áður en hann hélt út.

Teitur fer beint í djúpu laugina en Flensburg á erfiðan leik gegn Vezprem í Meistaradeild Evrópu á fimmtudag.